TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir alþjóðlegu unglingaskákmóti dagana 1.-3. febrúar. Mótið fer fram í húsakynnum Skákskóla Íslands í Faxafeni 12.

TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir alþjóðlegu unglingaskákmóti dagana 1.-3. febrúar. Mótið fer fram í húsakynnum Skákskóla Íslands í Faxafeni 12. 29 keppendur eru skráðir til leiks, þar af tíu erlendir sem koma frá Danmörku, Svíþjóð, Skotlandi og Þýskalandi. Mótið hefst kl. tíu fyrir hádegi í dag. Um er að ræða stærsta og sterkasta alþjóðlega unglingaskákmót sem haldið er hérlendis. Flestir af bestu skákmönnum landsins sem fæddir eru 1991 eða síðar taka þátt. Auk fjölda Reykvíkinga koma íslenskir þátttakendur m.a. frá Borgarnesi, Vestmannaeyjum, Akureyri og Kópavogi.

Bolli Thoroddsen, nýr formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, setur mótið og leikur fyrsta leik þess. Aðalstyrktaraðili mótsins er Reykjavíkurborg en einnig styðja Kópavogsbær og Skáksamband Íslands mótshaldið.