— AP
KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIN í Köln hófst í gær með því að þúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni í skrautlegum búningum, vopnaðar stórum skærum sem þær notuðu til að klippa bindi af körlum.
KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐIN í Köln hófst í gær með því að þúsundir kvenna söfnuðust saman í miðborginni í skrautlegum búningum, vopnaðar stórum skærum sem þær notuðu til að klippa bindi af körlum. Þessi siður var tekinn upp í Þýskalandi árið 1823 þegar þvottakonur í Bonn gerðu uppreisn gegn körlum sem skildu þær eftir og ætluðust til þess að þær héldu áfram að vinna meðan þeir skemmtu sér á kjötkveðjuhátíðinni.