Æi, er þetta ekki komið út í rugl? Bíllinn á meðfylgjandi mynd heitir Humancar Imagine, eða „Manneskjubíll ímyndaðu þér“. Og „ímyndaðu þér“ er skrásett vörumerki, hvorki meira né minna.

Æi, er þetta ekki komið út í rugl? Bíllinn á meðfylgjandi mynd heitir Humancar Imagine, eða „Manneskjubíll ímyndaðu þér“. Og „ímyndaðu þér“ er skrásett vörumerki, hvorki meira né minna.

Bíllinn, sem í fyrstu virðist byggður á Flintstone-teiknimynd, er fjögurra sæta og við hvert þeirra eru handföng sem notuð eru til að breyta „mannorku“ í raforku. Raforkan er svo notuð til að knýja tvo rafmótora sem geta skilað bílnum á allt að 50 km hraða (vúppídú). Þetta hét nú bara golfbíll í gamla daga. Og var töluvert auðveldari í notkun.

Af einhverjum orsökum hefur bíllinn komist á lista yfir hraðskreiða græna bíla og má vera að honum sé ruglað saman við kvartmílubíl frá sama fyrirtæki sem sagður er grænn. Sá eyðir reyndar 14 lítrum á hundraðið.

Hægt er að leggja inn pöntun fyrir ímyndunarbílnum, sem sagður er algjört tryllitæki, á heimasíðu fyrirtækisins, humancar.com, og skoða sömu teikninguna að honum með mismunandi bakgrunn. Hún er þó varla að endanlegu útliti bílsins, því á lista yfir staðalbúnað eru meðal annars rúðuþurrkur og leiðsögukerfi.

Verðið? Rétt um milljón krónur í Bandaríkjunum.