Laun Íslendinga eru dreifðari nú en þau voru 1998, skv. Hagtíðindum sem komu út í gær. T.d. hefur það hlutfall þjóðarinnar sem er með heildarlaun á algengasta launabilinu minnkað.

Laun Íslendinga eru dreifðari nú en þau voru 1998, skv. Hagtíðindum sem komu út í gær. T.d. hefur það hlutfall þjóðarinnar sem er með heildarlaun á algengasta launabilinu minnkað. Árið 1998 var þriðjungur með algengustu heildarlaun en árið 2006 var það hlutfall aðeins 18%. Algengustu heildarlaun voru 145-195 þúsund árið 1998 og 245-295 þúsund árið 2006. Innan starfsgreina hefur dreifing líka aukist. þkþ