Eðvald Gunnlaugsson fæddist á Siglufirði 31. ágúst 1923. Hann lést í Reykjavík 5. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 12. nóvember.

Ég skrifa þessi orð til þín, þú sem ert núna uppi.

Ég vildi ekki trúa því, en tími þinn var kominn, líkami þinn var þreyttur og andi þinn uppgefinn. Ég get ekki gert neitt nema grátið, áður en við gátum litið við var þessu lokið, andi þinn var farinn og tárin byrjuðu að flæða, raddir okkar urðu hásar og daprar.

Allt gerðist svo fljótt, eins og blaðsíðu hefði verið flett snögglega, kannski vildirðu fá hvítan kodda, vildir hvíla þig um alla eilífð.

Ég mun aldrei finna orðin til að lýsa þér, hver þú varst, allt sem þú gerðir fyrir mig, hvernig við sáum þig, hvernig ég elskaði þig. Þú átt alltaf stað í hjarta mínu, þú ert þar til að þerra tárin mín, kveðjuorð og milljónir vasaklúta af því að þú varst einstakur maður.

Því miður sjáumst við ekki aftur í þessu lífi, en minning þín lifir í hjörtum okkar, ég veit þú heyrir í mér, ég elska þig svo mikið.

Ég tala fyrir alla sem elskuðu þig, ég vil ekki trúa að þú sért farinn, því þú áttir ekki að fara... Ég þarf tíma til að venjast þessu, þessu tómarúmi sem aldrei mun fyllast.

Þegar ég kem aftur til þessa ískalda lands mun brosið þitt ekki lengur hlýja mér, mun enginn kalla mig „Dodo“, sterka röddin þín horfin og dillandi hláturinn. Mikið sakna ég þín. Aðeins þögnin dvelur í hugsunum mínum, þótt enginn megi sjá það.

Í dag ertu hinum megin og ég veit að þú munt passa upp á okkur, ég veit að þú vakir yfir okkur nótt sem dag að eilífu.

Paradís opnaði dyr sínar fyrir þér og vængir þínir hófu þig til flugs svo þú mættir anda.

Þín alltaf, Dodo.

Þórdís Þórsdóttir.