BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytisins frá 23. janúar sl. í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á Tollhúsinu og framtíðarstaðsetningu Kolaportsins þar.

BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og fjármálaráðuneytisins frá 23. janúar sl. í sambandi við fyrirhugaðar breytingar á Tollhúsinu og framtíðarstaðsetningu Kolaportsins þar.

Í bókun borgarráðs segir að starfsemi Kolaportsins sé mikilvæg fyrir miðborgina og ómissandi fyrir mannlíf Reykjavíkur. Því sé fagnað að staðsetning Kolaportsins sé tryggð næstu 10 árin og öllum þakkað sem hlut eiga að máli.