Hjálmar H. Ragnarsson
Hjálmar H. Ragnarsson
GLÆSILEG efnisskrá bíður þeirra sem mæta á tónleika Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu kl. 14 á morgun. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð sem hefur verið í Norræna húsinu í vetur.
GLÆSILEG efnisskrá bíður þeirra sem mæta á tónleika Tónlistarskólans í Reykjavík í Norræna húsinu kl. 14 á morgun. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð sem hefur verið í Norræna húsinu í vetur. Þarna verða flutt verk margra okkar fremstu tónskálda, og sýnir úrvalið mikla breidd í íslenskri tónsköpun. Idyl eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jónasarlög og Tónamínútur eftir Atla Heimi Sveinsson verða leikin, en einnig hrollkaldur Mörsugur 1981 eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Línur eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Þjóðlög í útsetningu fyrir strengjakvartett eftir Jón Ásgeirsson og fleira.