Heitfeng Menntaskólanemarnir Brynjólfur Gauti Jónsson og Freyja Sif Þórsdóttir ákváðu einfaldlega að vera léttklædd í janúarfrostinu og söfnuðu áheitum, samnemendum sínum til mikillar kátínu.
Heitfeng Menntaskólanemarnir Brynjólfur Gauti Jónsson og Freyja Sif Þórsdóttir ákváðu einfaldlega að vera léttklædd í janúarfrostinu og söfnuðu áheitum, samnemendum sínum til mikillar kátínu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík stóðu fyrir áheitasöfnun í gær til styrktar UNICEF. Þetta var í fjórða sinn sem söfnunin, er nefnist Gleði til góðgerða, fór fram.

NEMENDUR Menntaskólans í Reykjavík stóðu fyrir áheitasöfnun í gær til styrktar UNICEF. Þetta var í fjórða sinn sem söfnunin, er nefnist Gleði til góðgerða, fór fram. Mikil stemning skapaðist í skólanum á söfnunardaginn enda áskoranirnar sem nemendur takast á við oft á tíðum kúnstugar.

Ekki var komið í ljós í gærkvöldi hvað MR-ingar söfnuðu miklu fé til hjálparstarfs UNICEF að þessu sinni en vonir stóðu til að upphæðin yrði um þrjú hundruð þúsund eins og fyrri ár.