Boltabolur Svitnað yfir boltanum í spennutreyju.
Boltabolur Svitnað yfir boltanum í spennutreyju.
ÁHUGAMENN um knattspyrnu hljóta að hafa áhuga á markpósti sem Hvíta húsið dreifði á dögunum til tippara og annarra velunnara Íslenskra getrauna.

ÁHUGAMENN um knattspyrnu hljóta að hafa áhuga á markpósti sem Hvíta húsið dreifði á dögunum til tippara og annarra velunnara Íslenskra getrauna. Þar var á ferðinni stuttermabolur sem auglýsingamenn kalla „spennutreyju“, en bolur þessi mælir spennustig þess sem honum klæðist á meðan horft er á knattspyrnuleik. Mælingin er þó ekki marktæk nema viðkomandi leggi sig fram og lifi sig almennilega inn í leikinn.

Í handarkrikum eru hringir sem sýna hversu mikið knattspyrnuáhugamaðurinn svitnar við að horfa á leikinn. Þannig er leikurinn 0-0 leiðindi ef svitinn nær ekki út fyrir fyrsta hring, dautt miðjumoð ef hann nær að þeim næsta, alvöru sambabolti nái svitinn að fjórðu rönd og svo hreint meistaraverk nái hann að þeirri ystu. Til að ná efsta stigi þarf að svitna allverulega. Meðfylgjandi mynd ætti að útskýra fyrirbærið eins vel og hægt er.