Hollywood-leikkonan Cate Blanchett lenti í heldur vandræðalegum aðstæðum á dögunum þegar Philip drottningarmaður bað hana um að lagfæra DVD-spilarann sinn sem er greinilega bilaður.

Hollywood-leikkonan Cate Blanchett lenti í heldur vandræðalegum aðstæðum á dögunum þegar Philip drottningarmaður bað hana um að lagfæra DVD-spilarann sinn sem er greinilega bilaður.

Cate og Philip hittust við hátíðlegt tækifæri og þegar Philip, sem hafði greinilega ekki hugmynd um hver Blanchett væri þó svo að hún hafi tvisvar leikið Elísabetu I. Englandsdrottninu, spurði Blanchett við hvað hún starfaði sagði leikkonan að hún starfaði í kvikmyndaiðnaðinum.

Eitthvað hefur prinsinn misskilið leikkonuna því hann fór í kjölfarið að ræða um DVD-spilarann sinn og bað Blanchett um ráð hvernig hann gæti lagað hann. „Það er snúra sem stendur aftan úr honum. Geturðu nokkuð sagt mér hvert hún á að fara?“ mun prinsinn hafa sagt við hina heimsfrægu leikkonu samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mirror.

Talsmenn Buckingham-hallar vilja ekki staðfesta að samtalið hafi átt sér stað. „Við tjáum okkur ekki um einkasamtöl. Prinsinn hittir margt fólk við hátíðleg tækifæri og oft eru það kvikmyndastjörnur.“ Ekki er vitað hvort DVD-spilarinn er kominn í lag. vij