Sigurður Helgason, aðstoðarbústjóri á Keldum, yrkir: Allt er vont sem úti frýs Ísland skal á botninn keyra. Ingibjörg í austri rís Ameríka heillar Geira. Maður af næsta bæ reið í hlað á hesti á björtu vorkvöldi og fór mikinn.

Sigurður Helgason, aðstoðarbústjóri á Keldum, yrkir:

Allt er vont sem úti frýs

Ísland skal á botninn keyra.

Ingibjörg í austri rís

Ameríka heillar Geira.

Maður af næsta bæ reið í hlað á hesti á björtu vorkvöldi og fór mikinn.

Þetta hafði verið leiðindavetur, harður og ómögulegur: Sigurður orti:

Vetur líður, veitti stríð

víkja hríðartjöldin,

nú er blíð og betri tíð

bændur ríða á kvöldin.

Erlingur Hallsson,kaupmaður í Reykjavík, fæddur á Sílalæk í Aðaldal, orti pólitíska ádeilu í ferskeytluformi:

Í Seðlabankans sauðahjalli

súrnar landans auratað,

því krónan er í frjálsu falli

fimmeyringi verður að.

Karl á Laugaveginum horfði á Guðmund Ólafsson og Sigurð Tómasson í Silfri Egils og varð að orði:

Gamlir frasar, görótt vín og gleymdur þokki;

í Silfri Egils, Gög og Gokke.

pebl@mbl.is