[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kettir hafa löngum verið taldir til gæludýra og húsdýra en þetta getur breyst fljótt ef kötturinn verður til ama. Menn eru víða farnir að tala um köttinn sem meindýr og hafa sett lög og reglur um kattahald.

Kettir eru ekki skilgreindir sem meindýr heldur sem gæludýr og húsdýr. Umfjöllun um þá hér er vegna þess að þegar þessi dýr eru villt eru þau alls staðar að útvega sér mat og er þá viðkoma þeirra t.d. á ruslahaugum, í hræjum og hvar sem einhver úrgangur matarkyns finnst. Villikettir eru mjög grimmir og geta beinlínis verið hættulegir umhvefinu.

Elstu heimildir um ketti eru rúmlega 11 milljóna ára gamlar og var þá vitað um minnst tvær tegundir katta: skógarkött, kött sem lifði á eyðimörkum Asíu, og afrískan villikött.

Til eru heimildir um að Egyptar hafi u.þ.b. 3000 árum fyrir Krist notað ketti til að verja korngeymslur sínar fyrir nagdýrum og er talið að heimiliskötturinn sé afbrigði þeirrar kattategundar. Flestir heimiliskettir í dag eiga ættir sínar að rekja til afríska villikattarins. Á síðustu árum hafa meindýraeyðar í mjög auknum mæli verið fengnir til að fanga ketti og láta farga þeim hjá dýralæknum. Ýmsar skýringar eru á því að villiköttum hefur fjölgað, ómerktir kettir strjúka, sumir skilja ketti eftir þegar þeir flytja og svo mætti lengi telja. Átak hefur verið gert í Reykjavík til að handsama ketti. Flestir telja ketti mjög þrifalega og tilvalda sem gæludýr, m.a. vegna þess félagsskapar sem kötturinn veitir.

Þessi ánægja er mest á meðan kötturinn er kettlingur en vill minnka þegar kötturinn eldist og fer að koma með fugla og mýs heim til húsbóndans. Kettir eru smitberar því á þeim lifa sníkjudýr sem þeir bera inn á heimili manna. Hér má nefna flær og maura og í saur katta lifir algengasti þráðormurinn á Íslandi eða kattarspóluormurinn (Toxcara cati). Lítil eða nánast engin hætta er á smiti frá köttum sem eru alfarið innikettir og hafa ekkert samneyti við útiketti. Það ætti að ormahreinsa ketti minnst tvisvar á ári hjá dýralækni. Meindýraeyðar þurfa að gæta sín alveg sérstaklega vel þegar þeir meðhöndla ketti. Þeir eiga að vera með grímu fyrir vitum og setja upp einnota hanska vegna möguleika á því fá einhverja óværu af köttum ofan í eða á sig. Þegar meindýraeyðar þurfa að fást við villiketti er mjög mikil hætta á að þeir verði fyrir biti kattarins. Meindýraeyðar ættu því aða fara reglulega og fá stífkrampasprautur.

Áttfætlumaurinn (Cheyletiella parasitovorax) var nær óþekkt vandamál til skamms tíma eða til ársins 1986 þegar hann greindist á tveimur innfluttum köttum. Síðan þá hefur maurinn breiðst út bæði í köttum og hundum. Meindýraeyðar sem fengnir eru til að úða fyrir starafló ættu að byrja á því að athuga hvort hundur eða köttur er á heimilinu. Þetta á sér í lagi við ef heimilisfólk leitar aðstoðar vegna skordýrabits.

Ef ekki finnst hreiður í eða við húsið þarf að ná í dýrið sem veldur bitinu og láta greina það. Ef fólk sem heldur gæludýr er bitið af skordýri er best að fara með gæludýrið til dýralæknis til að fá greiningu á hvort og um hvaða meindýr er að ræða og taka ákvarðanir um framhaldið að niðurstöðu fenginni. Bogfrymlasótt er útbreiddur sjúkdómur í dýrum og mönnum um allan heim og orsakast af einfruma sníkjudýri (Toxoplasmose gondii). Það er ekki langt síðan hægt var að sanna tilvist bogfrymilsins og það kom ekki í ljós fyrr en árið 1970 að kettir væru endahýslar fyrir sníkjudýrið en það nær eingöngu fullum þroska í þörmum dýra af kattaætt.

Til sveita er betra að setja eitur í lokaðar beitustöðvar við hlöður, kornskemmur og fóðurstöðvar til að verja mannvirkin fyrir músum og nota gildrur til að ná þeim dýrum sem komin eru inn.

Kettir hafa löngum verið taldir til gæludýra og húsdýra en þetta getur breyst fljótt ef kötturinn verður til ama. Menn eru víða farnir að tala um köttinn sem meindýr og hafa sett lög og reglur um kattahald í sveitarfélögum og er meindýraeyðum þegar falið að fanga ketti. Meindýraeyðar eiga að fara með alla merkta ketti á Kattholt í Reykjavík og það er að sjálfsögðu eigandi kattarins sem ber kostnað af slíku. Í öðrum sveitarfélögum eru reglur um meðhöndlun katta og svo eru dýraverndunarlög í landinu.

Það eru til margar lýsingar á viðureignum manna og þessara dýra.

Varnaðarorð.

Þegar fólk þarf að fá til sín meindýraeyði eða garðúðara hvar á landinu sem er skal það alltaf óska eftir að fá að sjá starfsréttindaskírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eiturefnaleyfi gefið út af lögreglustjóra/sýslumanni og það mikilvægasta er að viðkomandi hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Því ef þeir sem kalla sig meindýraeyða og garðúðara eru ekki með þessi leyfi í gildi geta þeir ekki keypt eiturefni, og starfsréttindi meindýraeyða og garðúðara ein sér hafa ekkert gildi.

Félagar í Félagi meindýraeyða eru með félagsskírteini á sér.

Fáðu alltaf nótu vegna viðskiptanna.

Réttindi meindýraeyða og garðúðara frá erlendum ríkjum og félagasamtökum gilda ekki á Íslandi.

Lesendum 24 stunda er velkomið að að senda fyrirspurn á netfangið: gudmunduroli@simnet.is

Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um Meindýr og varnir 2004