HAMPIÐJAN hagnaðist um 3,7 milljónir evra í rekstri síðasta árs, borið saman við 700 þúsund evra tap árið 2006. Veltan jókst um rúm 3% en rekstrartekjurnar námu 46,4 milljónum evra, jafnvirði 5,4 milljarða króna á núvirði.
HAMPIÐJAN hagnaðist um 3,7 milljónir evra í rekstri síðasta árs, borið saman við 700 þúsund evra tap árið 2006. Veltan jókst um rúm 3% en rekstrartekjurnar námu 46,4 milljónum evra, jafnvirði 5,4 milljarða króna á núvirði. Hlutdeild í hagnaði HB Granda nam 1,9 milljónum evra. Söluaukning er vegna innri vaxtar, mest hjá dótturfélagi í Noregi sem selur vörur til olíuiðnaðar. Samdráttur var í tekjum dótturfélags á Nýja-Sjálandi og hjá Fjarðanetum hér á landi. Áætlun þessa árs gerir ráð fyrir tekjusamdrætti vegna aðstæðna í útgerð.