[U]tanríkisstefna Íslendinga er að flestu leyti á huldu. Við erum í félagi við herafla Nató í Afganistan. Það er kannski nauðsynlegt, en samt hefur maður á tilfinningunni að allur sá herleiðangur sé misheppnaður.

[U]tanríkisstefna Íslendinga er að flestu leyti á huldu. Við erum í félagi við herafla Nató í Afganistan. Það er kannski nauðsynlegt, en samt hefur maður á tilfinningunni að allur sá herleiðangur sé misheppnaður. Íslenskir ráðamenn forðast eins og þeir geta að styggja hið vaxandi heimsveldi Kína. Forsetinn fer í heimsókn þangað og segir ekki múkk um mannréttindamál. Það er rétt sem Árni Snævarr segir að Vigdís Finnbogadóttir lenti í vandræðum seint á forsetatíð sinni vegna þess að henni láðist að ræða mannréttindi...

Egill Helgason

eyjan.is/silfuregils