Þingflokkur Vinstri grænna hefur farið fram á fund í utanríkismálanefnd hið allra fyrsta „til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í Tíbet“.

Þingflokkur Vinstri grænna hefur farið fram á fund í utanríkismálanefnd hið allra fyrsta „til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi í Tíbet“. Að sögn Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns VG, geta Íslendingar ekki setið aðgerðalausir hjá á meðan Kínverjar fremja alvarleg mannréttindabrot í Tíbet. „Við höfum fengið hvatningu frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty international sem fara fram á það að á vegum Sameinuðu þjóðanna fari fram rannsókn á mannréttindabrotunum í Tíbet undanfarna daga. Ef einhvern tíma er ástæða til að íslensk stjórnvöld láti frá sér heyra þá er það núna.“

Hátt í hundrað manns mótmæltu framferði Kínverja í Tíbet fyrir utan kínverska sendiráðið í gær. Að sögn Birgittu Jónsdóttur sem boðaði til mótmælanna er krafan sú að alþjóðlegum stofnunum og fréttamönnum verði hleypt inn í Tíbet til að rannsaka mannréttindabrot þar. fr