Tilhneigingin í byggingarlist og arkitektúr undanfarin ár virðist vera háir og miklir turnar og jafnvel því hærri því betri. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því og nú er komið að Moskvu.

Tilhneigingin í byggingarlist og arkitektúr undanfarin ár virðist vera háir og miklir turnar og jafnvel því hærri því betri. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því og nú er komið að Moskvu. Á næstunni munu íbúar Moskvuborgar fá tvo nýja skýjakljúfa í borgina. Byggingarnar verða staðsettar í miðju alþjóðlegrar viðskiptamiðstöðvar sem er hönnuð af amerísku fyrirtæki að nafni NBBJ. Verkefnið hefur verið kallað Borg höfuðborganna eða City of Capitals en hvor um sig bera byggingarnar sitt eigið nafn. Moscow er turn sem mun verða 284 metrar á hæð en St. Petersburg mun einungis verða 242 metrar á hæð. Auðkenni beggja turnanna eru áberandi og flæðandi rúmfræðileg form og lúxus hvert sem litið er. Innblástur Borgar höfuðborganna er fenginn úr rússneskri byggingarlist á 20. öldinni. Í turnunum má finna ótalmargar íbúðir, veitingastaði, kaffihús, kvikmyndahús, 25 metra sundlaug og heilsulindir. Útsýnið úr turnunum verður án efa engu líkt og aðstaðan á að vera öllum aðgengileg og góð, hvort heldur sem er starfsfólki, íbúum eða gestum.

Borg höfuðborganna er mjög metnaðarfullt verkefni og víst er að þar mun sjást arkitektúr sem mun eiga engan sinn líka.