[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Horton Hears a Who er ævintýri eftir Dr. Theodor Seuss, sem einnig skrifaði til dæmis Köttinn með höttinn og mörg fleiri ævintýri. Í þessari teiknimyndaútfærslu fylgjumst við með fílnum Horton.

Horton Hears a Who er ævintýri eftir Dr. Theodor Seuss, sem einnig skrifaði til dæmis Köttinn með höttinn og mörg fleiri ævintýri. Í þessari teiknimyndaútfærslu fylgjumst við með fílnum Horton. Sökum stórra eyrna sinna heyrir hann tal íbúa Hveragerðis (Whoville) sem eru svo litlir að þeir komast fyrir í einu agnarsmáu frjókorni, sem svífur um frumskóg Hortons. Reynir hann að koma frjókorninu á öruggan stað, en hin forsjála Kengúra, einskonar ofur-McCarthy-isti sem trúir ekki á það sem hún sér ekki, hefur aðrar hugmyndir.

Að finna barnið í sér

Teiknimyndir frá Hollywood eiga það til að vera meinfyndnar og er þessi engin undantekning. Það sem sker hana frá öðrum er hversu fjölskylduvænn húmorinn er, þótt auðvitað sé sumt fyndnara en annað. Slíkt hlýtur þó að teljast afrek, á okkar tímum þegar keppst er við að gefa pólitískri réttsýni langt nef í kvikmyndum, sem þó á fullan rétt á sér. Samt er alltaf gaman að finna barnið í sér á teiknimynd sem þessari.