Gagnrýnandinn, nýtt kvikmyndadreifingarfyrirtæki, stendur í kvöld klukkan 20.00 fyrir styrktarsýningu fyrir Geðhjálp í Kringlubíói. Sýnd verður myndin Lars and the Real Girl sem er þroskasaga einfara sem á erfitt með samskipti við fólk.

Gagnrýnandinn, nýtt kvikmyndadreifingarfyrirtæki, stendur í kvöld klukkan 20.00 fyrir styrktarsýningu fyrir Geðhjálp í Kringlubíói. Sýnd verður myndin Lars and the Real Girl sem er þroskasaga einfara sem á erfitt með samskipti við fólk. Hann pantar sér dúkku á netinu og kemur fram við hana sem kærustuna sína. Sýningin er hluti af vitundarvakningu gegn fordómum í garð geðfatlaðra og aðgangseyrir rennur til Geðhjálpar. fr