Kínverskar öryggissveitir í tíbetsku höfuðborginni Lhasa safna nú saman og handtaka tíbetska andófsmenn, að sögn útlægra Tíbeta. Kínversk stjórnvöld veittu mótmælendum frest til miðnættis til að gefa sig fram, ella eiga von á refsingu.

Kínverskar öryggissveitir í tíbetsku höfuðborginni Lhasa safna nú saman og handtaka tíbetska andófsmenn, að sögn útlægra Tíbeta. Kínversk stjórnvöld veittu mótmælendum frest til miðnættis til að gefa sig fram, ella eiga von á refsingu.

Bann hefur verið lagt við að senda myndir frá Lhasa. Óttast er að fleiri tugir hafi týnt lífi í átökum síðustu daga, en héraðsstjórinn Qiangba Puncog segir einungis þrettán hafa látið lífið og kennir óeirðaseggjum um það. aí