Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur undirritað samning við samstarfsnetið CONAHEC en það felur í sér samstarf kennara og skiptinám nemenda.
Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur undirritað samning við samstarfsnetið CONAHEC en það felur í sér samstarf kennara og skiptinám nemenda. Alls eru 117 háskólar í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum í netinu og geta nemendur við HR sótt um að fara sem skiptinemar í þá skóla. Háskólinn í Reykjavík er þriðji evrópski háskólinn sem tengist netinu en upphaflega var það einungis fyrir háskóla innan NAFTA.