Sprell Tveir úr Boys in a Band.
Sprell Tveir úr Boys in a Band.
Í KVÖLD munu færeyskir tónlistarmenn halda tónleika á Organ í Reykjavík, þau Eivör Pálsdóttir, Boys in a Band og Bloodgroup. Liðsmenn Boys in a Band mæta ferskir úr tónleikaferð um Bandaríkin.

Í KVÖLD munu færeyskir tónlistarmenn halda tónleika á Organ í Reykjavík, þau Eivör Pálsdóttir, Boys in a Band og Bloodgroup.

Liðsmenn Boys in a Band mæta ferskir úr tónleikaferð um Bandaríkin. Sveitin fór með sigur af hólmi í Global Battle of the Bands-keppninni í desember sl. í Lundúnum og var kjörin besta hljómsveitin á færeysku tónlistarverðlaununum síðustu.

Bloodgroup er að einum fjórða færeysk, hefur á að skipa færeyska söngvaranum Janusi en auk hans eru í sveitinni systkinin Ragnar, Hallur Kristján og Lilja Kristín Jónsbörn. Organ verður opnaður kl. 21.30 og stígur Eivör fyrst á svið, þá Boys in a Band og loks Bloodgroup. Miðaverð er 1.200 krónur.