Vöxtur Fulltrúar hluta þeirra verkefna sem fengu styrk í gær, ásamt Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnisstjóra lengst til vinstri.
Vöxtur Fulltrúar hluta þeirra verkefna sem fengu styrk í gær, ásamt Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnisstjóra lengst til vinstri.
STJÓRN Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar úthlutaði í gær í fyrsta skipti þátttökuframlögum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010.

STJÓRN Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar úthlutaði í gær í fyrsta skipti þátttökuframlögum úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar 2008-2010. Á samningstímanum er varið 90 milljónum króna úr ríkissjóði í þeim tilgangi að efla nýsköpun atvinnulífsins á Eyjafjarðarsvæðinu og auka hagvöxt með samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Vaxtarsamningurinn samþykkti að þessu sinni þátttöku í 10 verkefnum og ver til þeirra samtals 17.750.000 kr.

Þau verkefni sem um ræðir eru:

* Akureyrarstofa: 1 milljón í verkefnið Komdu norður.

*Pharmarctica ehf.: Nýjungar í lyfjaframleiðslu, 2 milljónir kr.

*Draumasetrið Skuggsjá: Draumar í Eyjafirði 750.000 kr.

*Hlíðarfjall ehf.: Svifbraut 2 milljónir kr.

*Formula Iceland ehf.: Motorgames.eu 2 milljónir kr.

*Stöng – sumarhús ehf.: Haust- og vetrarveiðiferðir 1 milljón kr.

*Sounds ehf.: Valhalla Studio 2 milljónir kr.

*Norðanflug ehf.: Norðanflug ehf. 2 milljónir kr.

*Markaðsskrifstofa ferðamála

á Norðurlandi: Beint flug 2 milljónir kr.

*Matur úr héraði – Local food: 3 milljónir kr.

Mikil ásókn var eftir verkefnaaðild Vaxtarsamnings Eyjafjarðar en alls bárust 23 umsóknir og var óskað samtals eftir tæplega 105 milljónum króna. Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnisstjóri Vaxtarsamnings Eyjafjarðar, segist ánægður með þær umsóknir sem bárust að þessu sinni og bendir á að hér sé um að ræða fyrstu úthlutun af þremur á þessu ári.

„Þau verkefni sem við tökum nú þátt í eru fjölbreytt, bæði stór og smá, hrein nýsköpunarverkefni og einnig verkefni sem komin eru á legg og unnið er að uppbyggingu á. Markmiðið með nýgerðum Vaxtarsamningi fyrir næstu þrjú ár er einmitt að tryggja að sem fjölbreyttust verkefni eigi möguleika á þátttöku samningsins. Það tryggir fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu á svæðinu og vöxt til framtíðar og mér sýnist hafa tekist vel til hvað þessi markmið varðar,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson.