TALSVERÐAR lækkanir á hlutabréfum urðu í flestum kauphöllum heims í gær, sem allar eru meira og minna raktar til neyðarsölunnar á Bear Stearns fjárfestingabankanum.
TALSVERÐAR
lækkanir
á hlutabréfum urðu í flestum kauphöllum heims í gær, sem allar eru meira og minna raktar til neyðarsölunnar á
Bear Stearns
fjárfestingabankanum. Fyrst varð lækkun í Asíu, mest um 5% í Sjanghæ, og síðan í öllum kauphöllum Evrópu, með allt að
4,2%
lækkun sbr. DAX í Þýskalandi. Þar hafði afkomuviðvörun frá
Siemens
mikið að segja, en bréf félagsins lækkuðu í gær um
16%
í kauphöllinni í Frankfurt. Gefin var út viðvörun um
900 milljóna evra
minni hagnað en áður hafði verið talið. FTSE-vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,85%. Viðskipti í
Wall Street
í New York voru sveiflukenndari. Dow Jones endaði upp á við,
hækkaði
um 0,18%, Nasdaq-vísitalan lækkaði hins vegar um 1,6% og
S&P
lækkaði um 0,9%