STJÓRN Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms í svokölluðu Mýrarhúsaskólamáli. Fram kemur að útgangspunkturinn í dómnum sé sá, að börn geti verið skaðabótaskyld.

STJÓRN Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra, hefur sent frá sér tilkynningu vegna dóms í svokölluðu Mýrarhúsaskólamáli.

Fram kemur að útgangspunkturinn í dómnum sé sá, að börn geti verið skaðabótaskyld. Foreldrar verði að átta sig á því, dómurinn ætti því að vekja þá til umhugsunar um tryggingamál fjölskyldunnar. Dómurinn veki einnig upp áleitnari spurningar, svo sem hvort eðlilegt sé að börn séu ábyrgðartryggð í skóla á kostnað opinberra aðila vegna líkamstjóns sem þau kunna að valda. Slíkt gæti verið til hagsbóta fyrir tjónþola, sem ætti þá auðveldara með að fá bætur greiddar. Stjórnin tjáir sig ekki efnislega um einstök mál að öðru leyti en telur þó að öll umræða sé af hinu góða.