— Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Neskaupstaður | Lengi vel var alveg bannað að bölva peningalyktinni í sjávarplássum; þeirri sem einkum er kennd við bræðslu uppsjávarfiska af ýmsu tagi. Enda var þar malað gull samfélaginu til heilla.

Neskaupstaður | Lengi vel var alveg bannað að bölva peningalyktinni í sjávarplássum; þeirri sem einkum er kennd við bræðslu uppsjávarfiska af ýmsu tagi. Enda var þar malað gull samfélaginu til heilla. Undanfarna áratugi hefur betri tækni og endurbygging bræðsla dregið verulega úr bæði sjón- og lyktarmengun. Þrátt fyrir það verður einhverrar mengunar vart af og til, til dæmis í lognstillum á björtum vetrardögum eins og hér sést. Síðustu farmar af loðnu hafa síðustu dagana verið færðir til hafnar en ennþá binda menn vonir við vestangöngu.