Lars og kærastan Úr kvikmyndinni Lars and the Real Girl.
Lars og kærastan Úr kvikmyndinni Lars and the Real Girl.
Í KVÖLD kl. 20 verður sérstök sýning til styrktar Geðhjálp á kvikmyndinni Lars and the Real Girl í Sambíóunum Álfabakka. Myndin segir af ungum manni, Lars, sem á við geðraskanir að stríða sem birtast m.a.

Í KVÖLD kl. 20 verður sérstök sýning til styrktar Geðhjálp á kvikmyndinni Lars and the Real Girl í Sambíóunum Álfabakka. Myndin segir af ungum manni, Lars, sem á við geðraskanir að stríða sem birtast m.a. í ranghugmyndum og hann lifir í raun í sínum eigin heimi eða raunveruleika. Lars fær sér uppblásna dúkku sem hann segir kærustu sína og ákveður fjölskylda hans og vinir að læknisráði að taka þátt í því og láta sem dúkkan sé raunveruleg manneskja.

Eggert Sigurðssonar, fræðslu- og upplýsingafulltrúi hjá Geðjálp, segir hinn raunverulega styrk, umfram þann fjárhagslega, felast í sýningu myndarinnar því hún veki athygli á geðsjúkdómum og fordómum í garð geðsjúkra í samfélaginu. Eggert segir styrktarsýninguna til komna fyrir velvilja Gagnrýnandans, kvikmyndasamstarfsverkefnis Morgunblaðsins, Ríkisútvarpsins og Sambíóanna. Allur ágóði af miðasölu rennur til Geðhjálpar.

„Þetta er falleg mynd, með jákvæðan boðskap og léttleikandi og endar í bata,“ segir Eggert. Áhersla sé lögð á það í myndinni að hinn endanlegi bati náist með stuðningi samfélagsins við hinn veika og það sé afar mikilvægur punktur.

„Síðan er þetta frábært tækifæri því þetta er jafnvel upphafið að frekara samstarfi,“ segir Eggert um samstarf Geðhjálpar og Gagnrýnandans. Kvikmyndir geti reynst afar gagnlegt tæki til að vinna gegn fordómum í garð geðsjúkra og nefnir Eggert sem dæmi A Beautiful Mind þar sem Russel Crowe lék geðsjúkan stærðfræðisilling. Geðhjálp verður með borgarafund um fordóma í Tjarnarsal ráðhússins í Reykjavík 5. apríl nk. kl. 14 og eru allir hvattir til að mæta.

Leiðrétting 20. mars - Rangt bíó

Í UMFJÖLLUN um styrktarsýningu á kvikmyndinni Lars and the Real Girl í fyrradag stóð að hún yrði í Sambíóunum Álfabakka. Myndin var hins vegar sýnd í Kringlubíói og er beðist velvirðingar á þessum mistökum.