TEKJUAFKOMA hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, var jákvæð um nærri 67 milljarða króna á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá Hagstofunni. Þetta samsvarar 5,3% af landsframleiðslu og 10,8% af tekjum hins opinbera.

TEKJUAFKOMA hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, var jákvæð um nærri 67 milljarða króna á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá Hagstofunni. Þetta samsvarar 5,3% af landsframleiðslu og 10,8% af tekjum hins opinbera. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 6,3% af landsframleiðslu árið 2006 og 4,9% af tekjum árið 2005.

Í Hagtíðindum segir að þessi afkoma skýrist fyrst og fremst af miklum tekjuafgangi ríkissjóðs, sem nam 4,2% af landsframleiðslu árið 2007 og 5,3% árið 2006. Fjárhagur sveitarfélaganna hafi einnig snúist til betri vegar síðustu þrjú árin, þótt staðan þar sé misjöfn. Á síðasta ári nam tekjuafgangur sveitarfélaganna um sex milljörðum króna eða um 0,5% af landsframleiðslu. Hlutfallið var 0,3% árið 2006.

Útgjöld jukust um 63 milljarða

Tekjur hins opinbera mældust 617,5 milljarðar króna árið 2007 og hækkuðu um tæpa 57 milljarða milli ára. Sem hlutfall af landsframleiðslu námu tekjurnar 48,3% og hafa ekki áður verið hærri. Í Hagtíðindum er bent á að mikil hækkun hafi orðið á tekjum ríkis og sveitarfélaga frá árinu 2002 þegar þær mældust 41,7% af landsframleiðslu.

Útgjöldin hafa að sama skapi aukist. Þau námu 551 milljarði króna í fyrra hjá ríki og sveitarfélögum og hækkuðu um rúma 63 milljarða milli ára eða úr 41,7% af landsframleiðslu árið 2006 í 43,1% árið 2007.