Makker blekktur.
Norður | |
♠K6 | |
♥43 | |
♦D96 | |
♣KG10854 |
Vestur | Austur |
♠G732 | ♠ÁD5 |
♥52 | ♥D10876 |
♦Á10543 | ♦K82 |
♣76 | ♣32 |
Suður | |
♠10984 | |
♥ÁKG9 | |
♦G7 | |
♣ÁD9 |
Austur vakti á 1♥, suður sagði 1G og norður hækkaði í þrjú. Rökréttar sagnir og 10 slagir með hjarta út. En vestur á góðan tígul og hittir á að koma þar út. Hvernig sér lesandinn fyrir sér framhaldið'
Væntanlega þannig: Austur fer upp með ♦K og spilar tígli um hæl yfir á ás vesturs, sem skiptir yfir í spaða í gegnum kónginn. Ekki flókið með allar hendur uppi, en mjög erfitt í reynd. Mesta hættan er sú að vestur dúkki tígul í öðrum slag til að halda þar opnu sambandi. Sú vörn er eðlileg ef austur spilar „rétta“ spilinu til baka – ♦8, hærra frá tveimur hundum í ríkjandi lengd. Hér verður að blekkja makker til að drepa strax og austur gerir það með því að spila tígultvistinum . Vestur sér þá engan tilgang í því að dúkka og reiknar út af hyggjuviti sínu að innkoman sé best notuð til að spila spaða.