Pólska stjórnarandstaðan með fyrrverandi forsætisráðherra, Jaroslaw Kaczynski, í broddi fylkingar mun ekki samþykkja Lissabon-sáttmála ESB nema fullveldi landsins sé tryggt.

Pólska stjórnarandstaðan með fyrrverandi forsætisráðherra, Jaroslaw Kaczynski, í broddi fylkingar mun ekki samþykkja Lissabon-sáttmála ESB nema fullveldi landsins sé tryggt. Segir Kaczynski nauðsynlegt að ríki geti valið hvaða reglugerðir ESB þau innleiði. Forsetinn Lech Kaczynski tekur undir með bróður sínum.

Íhaldssamari Pólverjar vilja meðal annars komast hjá því að taka upp sáttmála ESB um grundvallarréttindi, sem óttast er að muni neyða þá til að samþykkja fóstureyðingar, líknardráp og hjónaband samkynhneigðra. aij