Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á SMA Gold þurrmjólk. Hæsta verð reyndist vera 280,8% hærra en það lægsta eða 1.036 króna munur.
Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á SMA Gold þurrmjólk. Hæsta verð reyndist vera 280,8% hærra en það lægsta eða 1.036 króna munur. Þetta er óvenjumikill verðmunur og getur að hluta skýrst með því að innlendi birgirinn hækkaði verð á þessari vöru um 50% 10. mars sl. vegna hækkunar erlendis frá. Hugsanlega er þessi hækkun ekki komin fram hjá sumum seljendum eða aðeins að hluta til.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.