Fullkomið líf Friðrik og Regína í góðri sveiflu.
Fullkomið líf Friðrik og Regína í góðri sveiflu.
Óðum styttist í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Serbíu þann 24 maí.

Óðum styttist í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Serbíu þann 24 maí. Framlag Íslands, This is my life, í flutningi þeirra Friðriks Ómars og Regínu Óskar fær verðuga keppni, ekki síst frá barmstóra Íslandsbananum Charlotte Nilson frá Svíþjóð, sem stal sigrinum frá Selmu Björnsdóttur með eftirminnilegum hætti árið 1999 með laginu „Take me to your heaven“.

Óttast enga samkeppni

Friðrik Ómar segir undirbúninginn vel á veg kominn, en hann óttist ekki Charlotte. „Nei, við erum voða lítið að pæla í öðrum keppendum. Við erum meira að hugsa um okkar eigið atriði og hvernig við getum gert það sem eftirminnilegast,“ sagði Friðrik og bætir við að hópurinn sé sá sami og áhorfendur kusu í Vetrargarðinum í Smáralindinni í Laugardagslögunum. „Það eru engir viðbættir bakraddarsöngvarar eða neitt slíkt. Þetta er sami hópur og fólkið kaus. Hins vegar erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að bæta atriðið, gera það stærra og eftirminnilega, þó svo aðaláherslan sé auðvitað lögð á flutninginn. En við þurfum að finna þennan X-factor til að skera okkur úr sem fólk man eftir, “ segir Friðrik, en efast um að Batman-skikkjurnar sem hann og Regína notuðu í Laugardagslögunum fyrr í vetur verði kallaðar til leiks á ný. „Nei, ekki eins og staðan er núna að minnsta kosti, en hver veit?“

traustis@24stundir.is