„Það er vilji nefndarinnar að þetta mál fari fyrir þing,“ segir Atli Gíslason, einn nefndarmanna í allsherjarnefnd Alþingis, um eftirlaunafrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur.

„Það er vilji nefndarinnar að þetta mál fari fyrir þing,“ segir Atli Gíslason, einn nefndarmanna í allsherjarnefnd Alþingis, um eftirlaunafrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur. Nefndin hefur enn ekki ákveðið um hvaða þingmannamál (frumvörp og þingsályktunartillögur sem einstakir þingmenn leggja fram) hún ætlar að fjalla, þrátt fyrir stífa fundi í seinustu viku.

Að sögn Atla verður ákvörðunin tekin á næsta fundi nefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi haft mikið að gera auk þess að hafa viljað afla upplýsinga um áform ríkisstjórnarflokkanna í eftirlaunamálum þingmanna og afstöðu þingflokksformanna til frumvarpsins, áður en ákvörðun yrði tekin.

þkþ