LÍTRINN af 95 oktana bensíni hækkaði um 4,4 krónur í gær og kostar nú 147,9 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá N1, Olís og Skeljungi. Verðið hefur nú hækkað um 15 krónur frá áramótum.

LÍTRINN af 95 oktana bensíni hækkaði um 4,4 krónur í gær og kostar nú 147,9 krónur í sjálfsafgreiðslu hjá N1, Olís og Skeljungi. Verðið hefur nú hækkað um 15 krónur frá áramótum. Verð á dísilolíu hækkaði um 5,3 krónur upp í 157,9 í sjálfsafgreiðslu og hefur því hækkað um 21,5 krónu á árinu.

N1 reið á vaðið síðdegis í gær með hækkanir en samkvæmt upplýsingum frá félaginu er gengisþróun helsta skýringin. Hækkunar hafi þó verið þörf á föstudag í ljósi heimsmarkaðsverðs á olíu. Veikur dollari hefur ýtt upp olíuverðinu undanfarið. Heimsmarkaðsverð olíu lækkaði þó um 3,7% í gær og þurrkaði út megnið af hækkun síðustu viku.

Dísilolía hefur hækkað meira en bensín. Það stafar af síaukinni eftirspurn eftir dísilolíu. Í Evrópu ráða umhverfissjónarmið, en vöxtur í Kína kallar einnig eftir r meiri olíu.