— Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
MAÐUR þarf ekki að vera hár í loftinu til að stunda skíðaíþróttina, ekki nema svona einn metri. Hann Helgi Már Ingvarsson frá Eskifirði er sautján mánaða og fór um síðustu helgi á skíði í Oddsskarði í fyrsta sinn og brosti allan tímann út að eyrum.
MAÐUR þarf ekki að vera hár í loftinu til að stunda skíðaíþróttina, ekki nema svona einn metri. Hann Helgi Már Ingvarsson frá Eskifirði er sautján mánaða og fór um síðustu helgi á skíði í Oddsskarði í fyrsta sinn og brosti allan tímann út að eyrum. Fjölskyldan er öll áhugasöm um skíðaferðir og systir Helga, hún Jensína Martha, var litlu eldri en hann þegar hún reyndi fyrst við skíðin. „Meira, meira,“ sagði Helgi við Eddu Dóru Helgadóttur, móður sína, og Ingvar Ingvarsson, föður sinn. Hann bíður nú spenntur eftir skírdegi en þá stendur til að fjölskyldan leggi aftur á fjallið.