Daniel Radcliffe
Daniel Radcliffe
VINIR leikarans Daniels Radcliffe hvetja hann þessa dagana til þess að hætta að reykja en Radcliffe reykir um 20 sígarettur á dag.

VINIR leikarans Daniels Radcliffe hvetja hann þessa dagana til þess að hætta að reykja en Radcliffe reykir um 20 sígarettur á dag. Radcliffe, sem er aðeins 18 ára gamall, er nú við tökur á nýjustu myndinni um galdrastrákinn fræga, Harry Potter and the Half-Blood Prince , og mun hann vera orðinn svo háður nikótíni að meðleikarar hans kalla hann nú „Harry Puffer“.

„Daniel reykir um 20 sígarettur á dag. Í hvert sinn sem tökum lýkur kveikir hann sér í sígarettu. Það er ógeðslegt,“ sagði einn þeirra sem vinna við nýju myndina. Leikararnir Rupert Grint og Emma Watson hafa bæði varað Radcliffe við hættunum sem fylgja reykingum en án árangurs. Þá hafa yfirmenn Warner Bros. kvikmyndarisans sem framleiðir myndina sagt honum að hætta að reykja á almannafæri, því þeir hafa áhyggjur af því að reykingarnar muni skaða ímynd hans í augum ungra barna. Radcliffe hefur ekki tekið tillit til þeirra óska heldur.