FULLTRÚAR Akraneskaupstaðar, þeir Gísli S.

FULLTRÚAR Akraneskaupstaðar, þeir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari, hafa síðustu daga átt tvo fundi með forráðamönnum Strætó bs um áframhald samnings um akstur á milli Akraness og Reykjavíkur en gagnkvæmur vilji er til endurnýjunar samningsins, segir á heimasíðu Akraness. Jafnframt hafa farið fram viðræður við fulltrúa Teits Jónassonar sem sér um aksturinn á leið 27, hvað varðar ástand vagna og gæði þjónustunnar.

Strætó bs fyrirhugar á vormánuðum að bjóða út akstur ýmissa leiða í leiðarkerfi Strætó bs, þ. á m. leið 27 til Akraness. Gert er ráð fyrir að samningar liggi fyrir um akstursleiðir á sumarmánuðum og að kröfur um m.a. nýja vagna og fyrirkomulag þjónustu verktaka verði uppfylltar eigi síðar en í byrjun sumars árið 2009.