HLUTABRÉF í kauphöll OMX á Íslandi lækkuðu almennt um 3,45% í gær og endaði úrvalsvísitalan í 4.652 stigum, hefur ekki verið lægri síðan í nóvember árið 2005 .

HLUTABRÉF í kauphöll OMX á Íslandi lækkuðu almennt um 3,45% í gær og endaði úrvalsvísitalan í 4.652 stigum, hefur ekki verið lægri síðan í nóvember árið 2005 . Í Vegvísi Landsbankans er bent á að þetta sé dýpsta lægðin sem orðið hefur á íslenskum hlutabréfamarkaði. Frá upphafi lánsfjárkreppunnar í júlí sl. hafi vísitalan lækkað um 48,4%. Mest lækkuðu bréf FL í gær, um 13,2%, en bréf Exista lækkuðu um 10,3% og bréf 365 um 7,97%.

Skuldatryggingaálag bankanna hélt áfram að hækka í gær. Álag á bréf Kaupþings er komið í 825 punkta, 765 punkta hjá Glitni og 625 punkta hjá Landsbankanum.