BERKLAR breiðast hratt út á Grænlandi þessi árin og að sögn vefsíðu blaðsins Jyllandsposten er tíunda hvert barn í landinu nú smitað af sjúkdómnum. Annars staðar á Vesturlöndum hefur berklum að mestu verið útrýmt.

BERKLAR breiðast hratt út á Grænlandi þessi árin og að sögn vefsíðu blaðsins Jyllandsposten er tíunda hvert barn í landinu nú smitað af sjúkdómnum. Annars staðar á Vesturlöndum hefur berklum að mestu verið útrýmt.

Hafin var herferð gegn berklum á Grænlandi fyrir hálfri öld og á níunda áratugnum var talið að þeim hefði verið að mestu útrýmt. En annað kom á daginn áratug síðar þegar þeir fóru að færast aukana.

Blaðið vitnar í læknaritið Ugeskrift for Læger, þar segi að tíðni berkla á Grænlandi líkist því sem gerist víða í þriðja heiminum. Orsökin sé að verulegu leyti léleg lífskjör. Berklar smitist auðveldlega milli fólks og sums staðar búi Grænlendingar afar þröngt, 10 manns sofi jafnvel í sama herbergi.