RITHÖFUNDURINN Kate Christensen hlaut PEN/Faulkner-verðlaunin 2008 fyrir skáldsögu sína The Great Man . Hún er fimmta konan sem vinnur til verðlaunanna á 28 árum.

RITHÖFUNDURINN Kate Christensen hlaut PEN/Faulkner-verðlaunin 2008 fyrir skáldsögu sína The Great Man . Hún er fimmta konan sem vinnur til verðlaunanna á 28 árum.

PEN/Faulkner-stofnunin var upphaflega sett á fót með fé sem William Faulkner gaf þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin. Verðlaunaféð í ár nemur 15.000 dölum, auk þess sem hinir fjórir sem tilnefndir voru, hljóta 1.000 dali hver. Þeir eru Annie Dillard, fyrir Pilgrim at Tinker Creek , David Leavitt, fyrir The Indian Clerk , og þá voru tvö smásagnasöfn tilnefnd; The Gateway eftir TM McNally og Chemistry and Other Stories, eftir Ron Rash.

Í skáldsögu Chistensen er fylgst með þremur konum eftir andlát frægs listmálara sem þær hafa allar stutt.