ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ West Ham hefur náð samkomulagi við Ítalann Gianluca Nani um að hann taki starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í sumar. Nani kemur til West Ham frá ítalska liðinu Brescia.

ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ West Ham hefur náð samkomulagi við Ítalann Gianluca Nani um að hann taki starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í sumar. Nani kemur til West Ham frá ítalska liðinu Brescia.

Nani staðfesti í samtali við breska fjölmiðla í gær að hann mundi láta af störfum hjá Brescia í lok leiktíðarinnar og hefja störf hjá West Ham þar sem hlutverk hans verður meðal annars að stýra leikmannamálum hjá félaginu og hvaða leikmenn verða fengnir til liðsins. Hann mun því vinna náið með knattspyrnustjóranum Alan Curbishley.