Aukapláss Það fer ekkert fyrir rúminu þegar það er í loftinu og svo er lítið mál að taka það niður..
Aukapláss Það fer ekkert fyrir rúminu þegar það er í loftinu og svo er lítið mál að taka það niður..
Það er aldrei nóg af plássi og einhvern veginn er hver íbúð alltaf aðeins of lítil. Sérstaklega á þetta við þá sem eru að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð enda eru þessi fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum oft dýr og flókin.

Það er aldrei nóg af plássi og einhvern veginn er hver íbúð alltaf aðeins of lítil. Sérstaklega á þetta við þá sem eru að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð enda eru þessi fyrstu skref á húsnæðismarkaðnum oft dýr og flókin. Margir kaupa því aðeins minni íbúð en þeir þurfa. Franska vinnustofan Décadrages hefur fundið leið til að nýta hvert pláss til hins ýtrasta með BedUp, sem er rúm sem er geymt í loftinu þegar það er ekki í notkun. Rúmið sparar því fjóra fermetra af íbúðinni og þegar plássið er lítið munar svo sannarlega um fjóra fermetra. Á daginn verður rúmið því að lofti og jafnvel má tengja ljós í það að neðanverðu. Á kvöldin kemur rúmið niður, líkt og lyfta, og stöðvast í fyrirfram ákveðinni hæð. Á þann hátt þarf ekki að færa húsgögnin sem eru neðan við rúmið þar sem rúmið stöðvast rétt ofan við þau. Ásamt því að vera einkar nytsamlegt er rúmið fallega hannað og glæsilegt. Það fer ekki mikið fyrir rúminu í loftinu og það ætti því ekki að trufla neinn. Þetta er tilvalin leið til að spara pláss í íbúðinni án þess að það komi niður á gæðum hennar. Allir hlutir fá því sitt pláss með því að samnýta gólfplássið.

svanhvit@24stundir.is