Leikarinn Tom Cruise virðist svo sannarlega ætla að standa undir nafni sem gulldrengur Vísindakirkjunnar því Cruise reynir eftir bestu getu að lokka nýjar og nýjar stjörnur í þennan undarlega sértrúarsöfnuð.

Leikarinn Tom Cruise virðist svo sannarlega ætla að standa undir nafni sem gulldrengur Vísindakirkjunnar því Cruise reynir eftir bestu getu að lokka nýjar og nýjar stjörnur í þennan undarlega sértrúarsöfnuð.

Nýjustu fórnarlömb Crusie og Vísindakirkjunnar munu vera leikarahjónin Will og Jada Pinkett Smith en Cruise hefur eytt grunsamlega miklum tíma í návist Smith hjónanna. „Will er búinn að vera meira og meira viðriðinn Vísindakirkjunna undanfarið og það er ekki bara hann. Jada er á fullu í þessu líka,“ segir ónefndur heimildarmaður ofurbloggarans Perez Hilton.

Heimildarmaðurinn segir ennfremur að Vísindakirkjan hafi nú einnig sett sér það markmið að fá fleiri blökkumenn í söfnuðinn en í þeim tilgangi opnaði kirkjan útbú í Harlem hverfinu.

Allt frá því að Vísindakirkjan var formlega sett á laggirnar árið 1952 af rithöfundinum L. Ron Hubbard hefur söfnuðurinn laðað að sér allskonar heimsfrægar stjörnur. Á meðal meðlima sértrúarsafnaðarins má nefna John Travolta, Kirstie Alley, Lisu Marie Presley, Jason Lee og Isaac Hayes að ógleymdum Katie Holmes og Tom Cruise en heimildarmenn innan Vísindakirkjunnar hafa sagt að Cruise sé í þeirra augum eins og Jesú er fyrir kristna.

Tom Cruise komst í kynni við Vísindakirkjunna árið 1990 en það var í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína Mimi Rogers. Cruise hefur sagt það opinberlega að Vísindakirkjan hafi hjálpað sér að gjörbreyta lífi sínu en hann hefur til dæmis haldið því fram að trú sín hafi hjálpað sér að sigrast á lesblindu sinni. vij