Skipulag Við hönnun barnaherbergisins ætti að leggja áherslu á góðar hirslur og klassísk húsgögn.
Skipulag Við hönnun barnaherbergisins ætti að leggja áherslu á góðar hirslur og klassísk húsgögn.
Það getur verið spennandi að flytja í nýtt umhverfi og finnst börnum oft gaman að fá að innrétta herbergið á nýja heimilinu.

Það getur verið spennandi að flytja í nýtt umhverfi og finnst börnum oft gaman að fá að innrétta herbergið á nýja heimilinu. Það er þó ýmislegt sem hafa þarf í huga þegar hafist er handa við hönnun barnaherbergisins og er um að gera að vera skynsamur og hagsýnn ef eyða á í ný húsgögn og annað slíkt.

Of barnalegt

Best er að hafa í huga áður en byrjað er að börnin eldast hratt og það sem fyrir ári þótti eftirsóknarvert þykir það jafnvel ekki lengur. Þess vegna er ráð að forðast að hafa herbergið of barnalegt. Ekki eyða miklum peningum í veggfóður með barnamyndum og kaupið frekar klassísk húsgögn sem eldast með barninu. Ef barnið vill endilega fá myndir af uppáhaldsfígúrunum sínum þá er um að gera að kaupa frekar myndir sem hengja má upp eða setja upp gluggatjöld sem má skipta út án mikils kostnaðar þegar barnið eldist.

Þurfa að þola hnjask

Við val á húsgögnum ætti að hafa í huga að börn ganga ekki alltaf jafn vel um og fullorðnir og þurfa húsgögnin að þola töluvert hnjask eigi þau að endast. Kaupið frekar húsgögn með lökkuðum flötum sem hægt er að strjúka af krot og annað slíkt í stað þess að kaupa óvarin tréhúsgögn þó þau séu falleg. Leggið áherslu á góðar hirslur þar sem hægt er að koma fyrir mörgum leikföngum á skipulagðan hátt. Við hönnun á barnaherberginu þarf einnig að huga að örygginu en nú er hægt að búa herbergið þannig að það sé öruggt fyrir barnið. Seinna meir má svo fjarlægja þessi öryggisatriði.