Samstarf Götumynd frá Srí Lanka.
Samstarf Götumynd frá Srí Lanka.
Í FJÓRUM af sex samstarfslöndum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands verða skipti á umdæmisstjórum á þessu ári. Þrír nýir umdæmisstjórar taka við störfum, Geir Oddsson í Níkaragva, Stefán Jón Hafstein í Malaví og Tumi Tómasson sem fer til Srí Lanka.

Í FJÓRUM af sex samstarfslöndum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands verða skipti á umdæmisstjórum á þessu ári. Þrír nýir umdæmisstjórar taka við störfum, Geir Oddsson í Níkaragva, Stefán Jón Hafstein í Malaví og Tumi Tómasson sem fer til Srí Lanka. Tveir umdæmisstjórar taka við störfum á aðalskrifstofu ÞSSÍ í Reykjavík, Ágústa Gísladóttir og Gísli Pálsson.

Umdæmisstjórar hafa yfirumsjón með öllum verkefnum Þróunarsamvinnustofnunar í viðkomandi samstarfslandi og stýra umdæmisskrifstofunum sem jafnframt eru sendiskrifstofur Íslands. Nýir umdæmisstjórar taka við störfum í Malaví, Srí Lanka, Úganda og Níkaragva.

Fyrstu umdæmisstjóraskiptin verða um næstu mánaðamót en þá tekur Stefán Jón Hafstein við umdæmisstjórastöðu í Malaví af Skafta Jónssyni sem snýr heim. Um svipað leyti tekur Tumi Tómasson, núverandi skólastjóri Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna, við starfi umdæmisstjóra á Srí Lanka af Árna Helgasyni sem verður umdæmisstjóri í Úganda. Ágústa Gísladóttir sem hefur starfað undanfarin ár sem umdæmisstjóri í Úganda tekur við starfi verkefnastjóra fiskimála á aðalskrifstofu ÞSSÍ í Reykjavík. Geir Oddsson sem hefur gegnt því starfi í hálft annað ár tekur við starfi umdæmisstjóra í Níkaragva í sumar af Gísla Pálssyni sem kemur heim og tekur við starfi verkefnastjóra félagslegra verkefna á aðalskrifstofunni.

Þá hefur Glúmur Baldvinsson verið ráðinn verkefnisstjóri í vatns- og hreinlætisverkefni í Malaví frá og með miðjum aprílmánuði.