Sumum þykir það eflaust kaldhæðnislegt en næsta World Trade Center verður byggt í Mið-Austurlöndum. Aftur á móti mun það án efa sóma sér vel í borginni Abu Dhabe, sem er nokkurs konar miðja Sameinuðu arabísku furstadæmanna og ein nútímalegasta borg í heimi þar sem finna má sjö stjörnu hótel, ótrúlegar fasteignir og ríkustu prinsa í heiminum.
World Trade Center í Abu Dhabe verður minni og láréttari útgáfa af turnunum í New York og ástæðan er sú að það er hannað út frá loftslagi og staðfræði byggingarinnar.
World Trade Center í Abu Dhabi verður fjölnota bygging þar sem má finna skrifstofur, íbúðir, hótel og verslanir til að ýta undir stöðugt og félagslegt flæði í byggingunni allan daginn.
Áætlað er að hafist verði handa við framkvæmdir í sumar.