STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar ályktaði 13. mars sl. að sú hækkun persónuafsláttar sem stjórnvöld boða á næstu þremur árum væri langt frá því að vera nægjanleg til að gera lágmarkslaun verkalýðsfélaganna lífvænleg.

STJÓRN Verkalýðsfélagsins Hlífar ályktaði 13. mars sl. að sú hækkun persónuafsláttar sem stjórnvöld boða á næstu þremur árum væri langt frá því að vera nægjanleg til að gera lágmarkslaun verkalýðsfélaganna lífvænleg.

„Tekjutrygging verkafólks sem í dag er 145 þúsund krónur á mánuði er það lág að hún dugar ekki fyrir eðlilegri framfærslu einstaklings. Augljóst er að uppgangur og efnahagsbati í íslensku efnahagslífi hefur farið til annarra en láglaunafólksins í landinu.

Úr þessu verða stjórnvöld að bæta með því að hætta að skattleggja lægstu launin og sjá til þess að skattleysismörk tekjuskatts verði aldrei lægri en umsamin tekjutrygging verkalýðsfélaganna hverju sinni.“