VEL fór á með þeim Geir H. Haarde forsætisráðherra og Bob Greifeld, forstjóra NASDAQ OMX Group, á Times Square í New York sl. föstudag.

VEL fór á með þeim Geir H. Haarde forsætisráðherra og Bob Greifeld, forstjóra NASDAQ OMX Group, á Times Square í New York sl. föstudag. Geir átti óformlegan fund með Greifeld að loknu viðtali í þættinum SqueezePlay á kanadísku sjónvarpsstöðina BNN – Business News Network, sem notar upptökuver í húsakynnum kauphallarinnar. Greifeld notaði tækifærið og bauð forsætisráðherra að opna eða loka markaðnum á NASDAQ næst þegar hann yrði á ferðinni.

Geir hélt sem kunnugt er ræðu á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins sl. fimmtudag. Hann fór einnig í viðtöl við allnokkra fjölmiðla í New York þar sem hann fjallaði um íslensk efnahagmál, þeirra á meðal var hann í beinni útsendingu í þættinum On the Economy á Bloomberg, í viðtal í þættinum World Business Today á CNN og ræddi við blaðamenn frá Reuters, Newsweek, Dagens Industri, BusinessWeek, International Financing Review, Institutional Investor og Financial Times.

Heimsókn forsætisráðherra til New York lauk á föstudag með því að Geir hélt ræðu á fundi fastafulltrúa frönskumælandi aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna til kynningar á framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sá fundur var samkvæmt upplýsingum blaðsins mjög vel sóttur og tókst vel.