Það ráða ekki allir við að klára nýbygginguna í einum rykk enda margt sem ófaglærðir geta ekki gert sjálfir og það getur tekið tíma að fá iðnaðarmenn á þeim tíma sem hentar best.

Það ráða ekki allir við að klára nýbygginguna í einum rykk enda margt sem ófaglærðir geta ekki gert sjálfir og það getur tekið tíma að fá iðnaðarmenn á þeim tíma sem hentar best. Margir búa því í

ókláruðu húsnæði og verða að gera gott úr því í einhvern tíma, sérstaklega ef fjárhagurinn leyfir ekki nema lítil skref í einu.

Gert það besta úr rýminu

Það er þó alltaf hægt að gera huggulegt í kringum sig og því alger óþarfi að láta hálfkláruð rými draga úr sér enda má alltaf mála og hengja upp myndir þó að það eigi eftir að huga að hinu og þessu.

Málið þau svæði sem hægt er í fallegum litum, hengið upp myndir og komið húsgögnum fyrir. Takið einn dag fyrir í einu og reynið að gera eitthvað smálegt þannig að framkvæmdirnar virðist ekki vera óyfirstíganlegar. Haldið rýmunum sem þið eruð ekki að vinna í hreinum og huggulegum þannig að þið eigið afdrep þar þegar framkvæmdaþreytan sækir að.