Fjögurra manna hópur á vegum Hróksins dvelur nú í bænum Ittoqqortoormit, öðru nafni Scoresbysund, á nyrsta byggða bóli Austurstrandar Grænlands.

Fjögurra manna hópur á vegum Hróksins dvelur nú í bænum Ittoqqortoormit, öðru nafni Scoresbysund, á nyrsta byggða bóli Austurstrandar Grænlands. Leiðangursmennirnir Róbert Lagerman, Þórður Sveinsson, Andri Thorstensen og Arnar Valgeirsson standa þar fyrir skákkennslu í grunnskólanum og skákmótum í samvinnu við skákfélag staðarins, Tårnet. Ittoqqortoormit er mjög einangraður staður, en 800 km eru í næsta bæ sem er Kulusuk.

Skákgyðjan kynnt

Þetta er tólfta ferðin til Grænlands á vegum Hróksins, en fyrsta ferðin var farin fyrir fimm árum til Qaqortoq á sunnanverðu Grænlandi. Síðan þá hefur Hrókurinn hins vegar einbeitt sér að austurströndinni. Fréttir úr ferðinni má lesa á vefsíðunni www.godurgranni.blog.is.