Bjarni Jónsson leikskáld.
Bjarni Jónsson leikskáld.
TILKYNNT var í gær að Bjarni Jónsson væri tilnefndur fyrir Íslands hönd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2008 fyrir leikritið Óhapp! ÓHAPP!

TILKYNNT var í gær að Bjarni Jónsson væri tilnefndur fyrir Íslands hönd til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2008 fyrir leikritið Óhapp!

ÓHAPP! var frumflutt í haust á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, í leikstjórn Stefáns Jónssonar og hlaut góð viðbrögð áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda.

Norrænu leikskáldaverðlaunin eru veitt á Norrænum leiklistardögum sem haldin verða í Finnlandi í ágúst næstkomandi.

Hrafnhildur Hagalín hlaut verðlaunin fyrst allra árið 1992 fyrir leikritið Ég er meistarinn.